Um okkur

-

Verðskrá

Píla í 85 mín, fyrir allt að 14 gesti - 2.290 kr á mann
Shufl í 85 mín, fyrir allt að 14 gesti - 2.890 kr á mann

Karaoche
1 herbergi fyrir allt að 18 gesti (sun-fim)
í 85 mín 12.900 kr

1 herbergi fyrir allt að 18 gesti (fös&lau)
í 85 mín 19.900 kr

Fjölskyldur eru hjartanlega velkomnar á Oche! En þau sem eru undir 20 ára verða að vera í fylgd fullorðins/forráðamanns. Börn verða að vera í fylgd fullorðinna öllum stundum, og eru alltaf á ábyrgð þeirra.

Opnunartímar

-

  • Mánudagur Lokað
  • Þriðjudagur 16:00 - 23:00 *
  • Miðvikudagur 16:00 - 23:00 *
  • Fimmtudagur 16:00 - 23:00 *
  • Föstudagur 15:00 - 01:00 *
  • Laugardagur 15:00 - 01:00 *
  • Sunnudagur Lokað

* Síðustu borðapantanir fyrir mat eru kl. 20:45 sun-fim og kl. 21:45 á fös & lau

Hafðu samband

  • Bókanir og fyrirspurnir

    Við erum hér til að svara öllum spurningum og hjálpa þér að bóka!

Algengar spurningar

Matur & drykkir

Er hægt að panta borð á veitingastaðnum fyrir/eftir leiki og karókí?

Það er minnsta mál að gera tvær bókanir, aðra fyrir leiki eða karókí og hina fyrir veitingastaðinn! Gestum er líka alltaf frjálst að nota veitingastaðinn og barinn fyrir og eftir afþreyingu án þess að bóka, svo lengi sem pláss leyfir.

Er hægt að njóta veitinga án þess að spila leiki eða karókí?

Algjörlega! Við bjóðum upp á frábæran mat og drykk sem er aldeilis næg ástæða til að kíkja á okkur. Það er nóg pláss - við hlökkum til að sjá þig!

Er hægt að spila leiki/syngja og borða á sama tíma?

Það besta við Oche er að matseðillinn okkar er hannaður með það í huga að þú getir spilað leiki og borðað á sama tíma!

Er opið í hádeginu?

Ekki eins og er, en við opnum kl. 15 fös-sun. Á öðrum virkum dögum opnum við kl. 16 - endilega kíktu ofar á síðuna til að sjá nákvæma opnunartíma.

Eru grænmetisréttir í boði?

Að sjálfsögðu! Við erum með fullt af gómsætum grænmetisréttum og pizzum á matseðlinum. Einhverjar spurningar varðandi grænmetisréttina? Heyrðu í okkur og við svörum um hæl.

Eru vegan réttir í boði?

Þú einfaldlega verður að prófa gómsætu vegan pizzuna okkar! Ekki í stuði fyrir pizzu? Það er fullt fleira í boði - heyrðu í okkur og við segjum þér allt sem er í boði.

Er glútenlausir valmöguleikar í boði?

Við gerum okkar allra besta til að útbúa eitthvað fyrir alla. Sendu okkur línu og við spjöllum við kokkana og leysum málin! Athugið að ef um ofnæmi eða selíak sjúkdóm ræðir, þá ber að hafa í huga að mikið af matvörunum okkar innhalda glúten og því er alltaf hætta á krossmengun.

Mikilvæg tilkynning varðandi ofnæmi og glúten

Athugið: Í eldhúsinu okkar má finna matvörur bæði sem geta verið ofnæmisvaldandi og sem innihalda glúten. Hafa skal í huga að við getum ekki komið í veg fyrir krossmengun og að þessar matvörur komist í snertingu við einstaklinga með fæðuofnæmi og glútenóþol/selíak sjúkdóm. Við hvetjum alla með ofnæmi eða óþol til að hafa þetta í huga áður en þið neytið matar eða drykkjar hjá okkur. Mikilvægt er að láta starfsfólkið okkar vita strax við komu ef einhver í hópnum er með fæðuofnæmi eða óþol.

Leikir

Má ég koma með mínar eigin pílur?

Tæknin okkar virkar bara með okkar Oche pílum, svo því miður bjóðum við ekki upp á það að koma með sínar eigin. Til að tryggja frábæra upplifun þá sköffum við allan búnað sem þarf.

Vettvangur

Er aldurstakmark?

Fjölskyldur eru hjartanlega velkomnar á Oche! En þau sem eru undir 20 ára verða að vera í fylgd fullorðins/forráðamanns. Börn verða að vera í fylgd fullorðinna öllum stundum, og eru alltaf á ábyrgð þeirra.

Hvernig ber maður fram orðið Oche?

Oche er borið fram ‘okkí’ (hljómar eins og hokkí án þess að vera með ‘h’)

Er ‘dress code’?

Af öryggisástæðum þurfa allir gestir að vera í lokuðum skóm, en þess utan þá mætið þið bara klædd eins og ykkur líður best!

Hversu langur er biðtíminn ef ég kíki við?

Biðtíminn fer eftir því hversu mikið er að gera hjá okkur en staðurinn er stór svo hann ætti að vera í algjöru lágmarki. Þér er að sjálfsögðu velkomið að grípa þér mat eða drykk hjá okkur á meðan þú bíður, svo lengi sem pláss leyfir. Kíktu við og spjallaðu við móttökuteymið okkar sem býður ykkur velkomin!

Er hægt að borða og drekka á Oche?

Já heldur betur. Á Oche er bar með öllum helstu drykkjum og klassískum kokkteilum ásamt matseðli með réttum í skammtastærð sem tilvalið er að deila, unnið úr ferskum hráefnum sem tryggir að njóta má matsins og drykkjanna jafn vel og spilamennskunnar.

Hvað er Oche?

Oche er alþjóðleg keðja, þekkt fyrir skemmtilega tæknivædda píluleiki og gómsætan mat og drykk. Á Oche Reykjavík bættum við við hátækni shuffle leikjum og karókí til að gera upplifunina ennþá magnaðri! Kíktu á okkur með vinunum eða staffinu fyrir alvöru partý.

Hvað er hægt að bóka fyrir marga?

Þú getur bókað á netinu fyrir 2-14 gesti. Eruð þið 15 eða fleiri? Við bjóðum upp á frábæra partý- og fyrirtækjapakka. Sendu okkur línu á [email protected] og við höfum samband um hæl!

Er aðgengi fyrir hreyfihamlaða?

Já! Það eru allir velkomnir til okkar á Oche. Ef það eru hreyfihamlaðir einstaklingar í hópnum, láttu okkur endilega vita af því þegar þú bókar svo við getum gengið úr skugga um að þið fáið frábæra Oche upplifun þegar þið mætið.

Getum við verið áfram á staðnum eftir að leikurinn/karókíið klárast?

Endilega! Ef þú vilt halda áfram að skemmta þér hjá okkur, láttu starfsfólkið vita svo við getum gert upplifunina þína eins góða og hægt er og bókað borð fyrir ykkur á veitingastaðnum/barnum.

Eru bílastæði?

Klárlega. Við erum í Kringlunni svo það er fullt af bílastæðum.

Sérsniðnir viðburðir

Má mæta með blöðrur eða skraut fyrir borðið?

Af öryggisástæðum bjóðum við ekki upp á að koma með blöðrur inn á staðinn. Ef þig langar að koma með tilefnisskraut fyrir borðið, láttu okkur endilega vita fyrirfram og við segjum til um hvort það sé hægt þar sem það fer eftir skrautinu!

Má mæta með köku?

Ef það gerir stemninguna sætari, já auðvitað! Hafið samt í huga að kröfurnar sem við verðum að gera af öryggis- og heilbrigðisástæðum eru þær að kakan sé keypt en ekki heimagerð og merkt með nákvæmri innihaldslýsingu. Einnig getum við ekki geymt kökur í eldhúsinu hjá okkur. Þetta er til að tryggja öryggi allra gestanna okkar og sérstaklega þeirra með fæðuofnæmi.

Hvað gerið þið fyrir afmælisbörn?

Við elskum afmælisveislur á Oche! Allir sem eiga afmæli fá óvæntan glaðning frá okkur.

Ég er að skipuleggja viðburð/partý. Bjóðið þið upp á það?

Viðburðir og partý eru uppáhaldið okkar! Við bjóðum upp á þvílíkt flotta pakka sem henta við öll tilefni, og ef þú ert að leita að einhverju sérstöku þá sérsníðum við tilboð fyrir þig. Það eru fullt af tækifærum til að gera viðburð þinn ógleymanlegan hjá Oche. Sendu okkur endilega línu á [email protected] og við finnum besta valkostinn fyrir þig.

Bókun

Þarf að bóka til að spila?

Við mælum eindregið með því að bóka fyrirfram á netinu til að tryggja pláss og koma í veg fyrir svekkelsi. Ef þú hefur ekki tök á að bóka, kíktu við og við sjáum hvað við getum gert.

Hvað á að mæta með löngum fyrirvara?

Við leggjum til að gestir mæti 15 mínútum fyrir bókaðan tíma. Það gefur okkur tíma til að að lýsa ferlinu fyrir ykkur, kynna leikina, og gera ykkur klár í geggjaða afþreyingu, mat og drykk! Endilega hafið í huga að ef þið eigið bókað kl 18, þá byrjar leikurinn kl 18 og yfirleitt er ekki hægt að framlengja hann ef þið mætið seint.

Get ég hætt við bókun?

Þú getur hætt við bókun og fengið fulla endurgreiðslu allt að 48 klukkustundum fyrir bókaðan tíma. Þetta er hægt í gegnum staðfestingar tölvupóstinn sem þú fékkst þegar þú bókaðir eða með því að bjalla í okkur/senda okkur línu á [email protected].

Greiðsla

Er hægt að kaupa gjafabréf?

Að sjálfssögðu! Gjafabréf í frábæra afþreyingu er gjöf sem hentar fyrir alla. Hafðu samband á [email protected] og við reddum því fyrir þig!

Hvernig virka greiðslur?

Bókanir í alla afþreyingu hjá okkur þarf að greiða fyrirfram. Þegar þú bókar færðu sendan öruggan greiðsluhlekk í tölvupósti til að fylla inn kortaupplýsingar. Athugið að bókunin er ekki tryggð fyrr en greiðslan er komin í gegn, og greiðsluhlekkurinn er einungis virkur í 24 klst.

Fylgdu okkur

Og vertu með í partýinu!